Þú nærð upp suðu fyrr ef þú hefur lokið á, þannig sparar þú tíma, orku og peninga ásamt því að minnka áhrif þín á umhverfið.
Tvö handföng auðvelda þér að lyfta.
Hentar öllum gerðum af helluborðum, þ.m.t. spanhelluborðum.
Eingöngu úr málmi og má því líka fara í ofn.
Orkunýtinn þykkur botn, með lagi af áli á milli tveggja laga af ryðfríu stáli, dreifir hitanum jafnt og dregur úr hættu á að matur brenni eða festist við botninn.
Gufuventill minnkar þrýstinginn og því sýður ekki auðveldlega upp úr.
Pottarnir og skaftpottanir eru með loki úr ryðfríu stáli. Það gerir það að verkum að hitinn leitar aftur niður í eldunarílátið, flýtir fyrir suðu og sparar orku.
Eldaðu mat á lágum hita til að spara orku en ryðfría stálið leiðir hita vel og heldur honum lengi.
Snjöll hönnunin á handföngunum þýðir að hægt er að stafla minni pottunum ofan í þá stærri. Þar með taka þeir afar lítið pláss og rýma til fyrir öðru í skápunum þínum.
Úr ryðfríu stáli sem er endingargott og auðvelt að þrífa.
Potturinn er rúnnaður sem auðveldar þér að hræra og þeyta.
Handföngin á pottinum eru hönnuð til að hitna ekki.
Breiður botn með brún gerir pottinn einstaklega hentugan fyrir bæði gas- og spanhellur.