Hentar öllum gerðum af helluborðum, þ.m.t. spanhelluborðum.
15 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Úr kolstáli sem hitnar mjög hratt, dreifir hitanum jafnt og leyfir bragðinu af matnum að njóta sín – hentar vel til steikingar.
Hitinn er mestur á botninum og hallandi hliðarnar gera það að verkum að maturinn rennur alltaf aftur niður, það gerir wok-pönnuna einstakleg hentuga fyrir snöggsteikingu.
Flatur botninn gerir þér kleift að nota wok-pönnuna á mismunandi tegundum af hellum með sama árangri.
Loftopið á lokinu losar um nægilega mikið af gufu til að koma í veg fyrir að lokið veltist um og innihaldið slettist til þegar sýður í pönnunni.
Þykkt glerlokið gerir þér kleift að halda hitanum í pönnunni og sjá innihald hennar á sama tíma.
Þú getur hengt wok-pönnuna upp á handfanginu þegar hún er ekki í notkun.
Sterkbyggt handfangið hitnar ekki á helluborðinu og veitir gott grip svo auðvelt sé að hræra í og snúa matnum.
Þegar wok-pannan er steikt til verður yfirborðið dökkt og viðloðunarfrítt og þú getur auðveldlega eldað bragðgóða rétti. Svo verður hún bara betri eftir því sem hún er notuð oftar!
Hallandi handfangið veitir þér gott grip og heldur jafnvægi á pönnunni þegar þú heldur á henni.