PRODUKT
Mjólkurþeytari,
svart

275,-

245,-

PRODUKT
PRODUKT

PRODUKT

275,-
245,-
Vefverslun: Uppselt
Freydd mjólk gerir kaffinu hátt undir höfði – og er einföld leið til að gera morguninn aðeins sérstakari. PRODUKT hjálpar þér að búa til fullkomna mjólkurfroðu!
PRODUKT mjólkurþeytari

Dagurinn verður betri með hverjum bolla

Ert þú búin að fá þér kaffi eða te í dag? Líklega, samkvæmt tölfræðinni. Heitir drykkir eru vinsælustu drykkirnir á eftir vatni. Þeir geta sett punktinn yfir i-ið við hvaða augnablik sem er. Þess vegna ákváðum við að endurnýja vörurnar okkar sem búa til hinn fullkomna bolla – frá teasíu og katli til mjólkurflóara.

Við drekkum kaffi og te til að auðvelda okkur að vakna á morgnanna, halda okkur vakandi á næturnar og auðvitað af því að það er svo gott. Malin Ljungström tók þátt í að þróa vörurnar og deilir með okkur sinni innsýn í kaffi- og temenningu. „Ilmurinn af kaffi og tei færir mörgum notalega og heimakæra tilfinningu. Þar sem við viljum bæta hversdagslíf fólks bjóðum við upp á vörur sem gera fleira fólki kleift að upplifa þessar notalegu stundir."

Kaldar staðreyndir og heitar vörur

Tískubylgjur koma og fara. Þegar það kemur að kaffi og tei þá erum við fljót að tileinka okkur ákveðna siði. Við könnum og reynum nýja hluti og viljum geta búið til eins gott kaffi heima og fæst á góðum kaffihúsum. „Í dag telst nokkuð svalt að vera vel að sér í einhverju. Ég tel að það færi okkur mikla gleði þegar við getum gert eitthvað eins vel og sérfræðingarnir, án stórra útgjalda og sjaldséðra tækja og tóla," segir Malin.

Fyrir mismunandi smekk og fjárhag

Malin og samstarfsfólk hennar könnuðu í þaula hefðbundna kaffi- og temenningu til að komast að því hvaða tækja eða tóla fólk getur ekki verið án. Þau töluðu við sérfræðinga, könnuðu hvernig fólk býr, hvað það borðar og drekkur til að fá einhverjar hugmyndir um nauðsynlegar vörur. „Við vildum hanna vörur sem gera gæfumuninn. Eldhús fullt af tækjum auðveldar ekki endilega að búa til gott kaffi eða te og því einbeittum við okkur að því að búa til fáar en vandlega valdar vörur," segir hún. Til að tryggja góð gæði og góða eiginleika vann teymið í miklu samstarfi við IKEA Test Lab í Älmhult, Svíþjóð. Það er IKEA útgáfa af James Bond rannsóknarstofu þar sem frumgerðir eru rannsakaðar og metnar. „Við könnuðum til dæmis hvort hitabrúsinn gæti haldið vökva heitum í langan tíma og að glerbollar og -pottar væru sterkir og þægilegir jafnvel þó þeir virðist fíngerðir og léttir," segir Malin.

Sjá meira Sjá minna

Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X