Hátalarinn er samstarfsverkefni IKEA og Sonos, því tengist hann auðveldlega öðrum Sonos vörum.
Þú getur streymt tónlist, hlaðvarpi eða útvarpi í gegnum WiFi án þess að símtöl eða tilkynningar trufli. Tónlistin heldur áfram þrátt fyrir að síminn eða spjaldtölvan sé ekki nálægt.
Hægt að tengja við helstu tónlistarstreymisveitur.
Þú getur stjórnað hverjum hátalara fyrir sig og hlustað á tónlist í einu rými á meðan börnin hlusta á hljóðbók í öðru eða spilað það sama á öllu heimilinu.
Hægt að nota með Airplay 2 svo þú getur streymt hljóði beint úr Apple-tækinu þínu.
Ef þú vilt hafa hljóðið víðóma getur þú haft tvo samsvarandi hátalara.
Þú getur notað tvo eins hátalara sem bakhátalara með Sonos-heimabíói.
Notaðu hátalarann sem hillu með því að festa hann á vegg með SYMFONISK veggfestingu fyrir hátalara, seld sér.
Hátalarinn fyllir upp í rýmið með sterkum og góðum hljóm sem gerir þér kleift að ná fram réttri stemningu á heimilinu.
SYMFONISK WiFi-hátalari gerir þér kleift að streyma tónlist, útvarpi eða hljóðvarpi af netinu og streymisveitum.
Hægt að nota með Spotify Connect sem þýðir að þú getur streymt tónlist beint frá Spotify-appinu í hátalarann.