Hafðu auga með heimilinu þegar þú ert ekki þar með IKEA Home smart appinu. Þú getur til dæmis athugað hvort ekki sé örugglega slökkt á kaffivélinni eða kveikt og slökkt á ljósum.
DIRIGERA gáttin er miðstöð snjallheimilisins því hún gerir þér kleift að tengja snjallvörurnar og stjórna þeim í IKEA Home smart appinu.
Ímyndaðu þér að geta vaknað, deyft ljósin, dregið upp gardínurnar og hlustað á tónlist – allt án þess að fara fram úr rúminu.
Allar snjallvörurnar okkar virka einar og sér. En með því að bæta þeim við gáttina opnar þú á nýja möguleika til að stjórna þeim og sérsníða heimilið þitt. Þegar þú tengir tvær eða fleiri vörur opnast fleiri stillingarmöguleikar og eiginleikar.
Hægt er að stjórna snjallheimilinu á ýmsa vegu; með IKEA Home Smart appinu, fjarstýringum, flýtihnöppum, raddstýringu eða hreyfiskynjara. Þú getur stjórnað einstaka tæki, hópi tækja, herbergjum eða öllu í einu.
Fannstu tónlist og lýsingu sem passa fullkomlega saman? Vistaðu það sem senu í appinu! Með því að búa til senur getur þú slegið rétta tóninn fyrir öll tilefni með einum smelli.
Kveiktu á senum með tímastilli eða handvirkt með flýtihnappi eða appinu. Til dæmis getur þú slökkt á öllum ljósum og öðrum snjallvörum með einum hnappi þegar þú ferð út að morgni dags.
Við erum sífellt að breyta og bæta IKEA Home smart appið svo það verði enn skemmtilegra og þægilegra í notkun.