Hafðu hann í stofunni, svefnherberginu eða þar sem þú ert oft. Lítill og nettur og því getur þú fært hann á milli herbergja og verið viss um að loftgæðin séu góð alls staðar á heimilinu.
Með snjallvörum úr IKEA verður ýmislegt einfaldara þegar kemur að lýsingu, hátölurum, rúllugardínum og lofthreinsitækjum.
Með því að tengja vöruna við DIRIGERA gátt getur þú fylgst með loftgæðunum í IKEA Home smart appinu. Við uppfærum appið og skynjarann reglulega til þess að gæðin verði sífellt betri.
Skynjarinn fylgist með loftgæðum með því að mæla skaðlegar agnir, hitastig, raka og rokgjörn, lífræn efnasambönd á heimilinu.
Með því að fylgjast með skaðlegum ögnum, hitastigi, rakastigi og rokgjörnum lífrænum efnum getur þú passað upp á loftgæði heimilisins ásamt því að minnka líkurnar á myglu.
Örin gefur til kynna hvort magn rokgjarnra, lífrænna efnasambanda sé undir mörkum eða yfir. Rokgjörn, lífræn efnasambönd (tVOC) má til dæmis finna í hreinsivörum, málningu og öðru sem er notað við matreiðslu eða á heimilinu.
Betrumbættu STARKVIND lofthreinsitæki með skynjara sem sýnir nákvæmar mælingar á loftgæðum. Hægt er að hafa hann miðsvæðis en hann þarf ekki að vera nálægt lofthreinsitækinu.