1.990,-
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
LUDDROS
Pólýester er endingargott efni sem krumpast lítið og er auðvelt í umhirðu. Það er því tilvalið í fjölda vefnaðarvara eins og teppi, púða, sængur og kodda. Ókosturinn við nýtt pólýester er að það er unnið úr olíu, kolum eða náttúrugasi. Það þýðir að þegar við notum nýtt pólýester erum við að eyða dýrmætum auðlindum jarðarinnar. Okkar svar við því er að skipta út nýju pólýester fyrir endurunnið í vörunum okkar. Árið 2020 höfðum við náð því að skipta út 79% af nýju pólýesteri sem notað er í IKEA vefnaðarvörur og munum halda áfram og setja meiri kraft í þau umskipti þar til við höfum náð því markmiði að nota eingöngu endurunnið pólýester í vörunum okkar.
Upphaflega var allt pólýester unnið úr hráolíum sem ekki eru endurnýjanlegar en við erum að skipta því út fyrir endurunnið pólýester. Einn kostur pólýesters er að það er hægt að endurvinna það aftur og aftur án þess að það dragi úr gæðum efnisins. Þegar við framleiðum vörur úr endurunnu pólýester veitum við efni sem er ekki lífbrjótanlegt annað líf og drögum úr úrgangi sem annars færi í landfyllingu eða jafnvel í sjóinn. Í staðinn notum við PET og önnur pólýesterefni í vefnaðarvörur, kassa, eldhúsframhliðar og jafnvel í lampa. Endurunnið pólýester er alveg jafn gott og nýtt pólýester hvað varðar útlit, gæði og virkni og losar 50% minna af koltvísýringi. Vörur úr endurunnu pólýester eru alveg jafn hreinar og öruggar og vörur úr nýju pólýester.
Endurunnið pólýester gerir okkur minna háð olíu. Magnið af pólýester sem við endurvinnum er samsvarandi því magni af hráolíu sem við spörum (það er fyrir utan hugsanlega litun eða aðra meðhöndlun á endurunnu pólýester). Með nokkrum undantekningum liggur áskorunin ekki í því að endurvinna pólýesterið heldur að gera það aðgengilegt fyrir alla með því að halda verðinu viðráðanlegu. Það er oft kostnaðarsamara fyrir neytandann að velja vörur með minni umhverfisáhrif. Því viljum við breyta með því að gera endurunnið pólýester aðgengilegt fyrir sem flesta og á viðráðanlegu verði.
IKEA hefur skuldbundið sig til að hætta notkun á jarðefnum og nota aðeins endurnýjanleg og endurvinnanleg efni fyrir árið 2030. Við erum að vinna í því að hraða þessu ferli fyrir pólýester í vörunum okkar og miðum að því að skipta út öllu nýju pólýester fyrir endurunnið í vefnaðarvörurnar okkar. Árið 2020 höfðum við skipt út 79% af nýju pólýester sem notað er í vefnaðarvörur okkar fyrir endurunnið pólýester. Það þýðir að við höfum notað 130.000 tonn af endurunnu pólýester og sparað 200.000 tonn af nýju pólýester. Við höfum ekki náð 100% markinu enn þá, en við erum komin langt á leið og höfum sigrast á mörgum hindrunum. Allt þetta magn gerir það að verkum að við erum leiðandi í notkun á endurunnu pólýester og við vonumst til þess að ákvarðanir okkar hvetji önnur fyrirtæki til breytinga.
Við hjá IKEA krefjumst þess að allt endurunnið pólýester sem notað er í vörurnar okkar sé frá endurvinnsluaðilum sem uppfylli „Global Recycled Standard“ og rekjanleiki IKEA vörunnar er tryggður með skilyrðum sem við setjum birgjunum okkar. Með því að nota einungis endurunnið pólýester sem uppfyllir skilyrði „Global Recycled Standards“ getum við tryggt að vinnuskilyrði, öryggi og umhverfisaðstæður séu í lagi í framleiðsluferlinu. Þið teljum að GRS-staðallinn sé sá besti á markaðinum í dag. Við vinnum með samstarfsaðilum okkar og samtökum í textíliðnaðinum eins og „Textile Exchange“ við að bæta staðla sem snúa að endurunnum efnum, meðal annars með tilliti til rekjanleika efnisins út fyrir endurvinnslustöðvarnar.
Hjá IKEA eru gæði vara í fyrsta forgangi og það á einnig við um dýnuhlífar. Teymi okkar í vöruþróun gætti þess að þær stæðust strangar kröfur. Í því felst miklar prófanir á þægindi, endingu, stærð og svo mætti áfram telja. Hlífarnar eru endingargóðar og geta farið í þvottavél þannig að þær geti haldið dýnunni þinni ferskri og notalegri um ókomin ár.
Þegar við framleiðum vörur úr endurunnu pólýester fá PET-flöskur og annað úr pólýester nýtt líf í hlutum eins og vefnaðarvörum, kössum, eldhúsframhliðum og jafnvel ljósum. Þegar þú notar þessar vörur færð þú sömu gæði og virkni og frá vörum úr nýju pólýester. Að sjálfsögðu eru þessar vörur jafn hreinar og öruggar og aðrar vörur. Það sem er samt allra best er að þú stuðlar einnig að minni hráefnisnotkun.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Dýnuhlíf á milli laks og dýnu verndar gegn blettum og óhreinindum og lengir líftíma dýnunnar.
Dýnuhlífina má þvo í vél við 60°C en það hitastig fjarlægir rykmaura.
Vatteruð dýnuhlíf úr blöndu af pólýester og bómull með fyllingu úr pólýester sem er að mestu úr endurunnu hráefni.
Teygja á hornunum heldur dýnuhlífinni á sínum stað.
Vörunúmer 504.616.35
1 pakkning(ar) alls
Má þvo í vél við hámark 60°C, venjulegur þvottur. Má ekki setja í klór. Má setja í þurrkara við lágan hita, (hámark 60°C). Má ekki strauja. Má ekki þurrhreinsa.
132 þræðir.
Uppgefin þráðatala gefur til kynna fjölda á hverri fertommu af vefnaði. Því hærri sem talan er því þéttofnari er hann.
Vöruna má nota á opinberu svæði þar sem hönnunin og efnisvalið hentar fyrir mikla notkun.
Varan hefur verið eldvarnarprófuð og uppfyllir staðalinn EN ISO 12952-1.
Varan hefur verið eldvarnarprófuð samkvæmt staðlinum CAN/CGSB 4,2 No 27,5 og uppfyllir kröfur hans um útbreiðslumark ≥7,1 sek.
Fyrir dýnur sem eru allt að 42 cm þykkar.
Lengd: | 47 cm |
Heildarþyngd: | 1,12 kg |
Nettóþyngd: | 1,10 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 7,8 l |
Þvermál hvers pakka: | 15 cm |
Vörunúmer 504.616.35
Vörunúmer | 504.616.35 |
Vörunúmer 504.616.35
Lengd: | 200 cm |
Breidd: | 160 cm |
Vörunúmer: | 504.616.35 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 47 cm |
Heildarþyngd: | 1,12 kg |
Nettóþyngd: | 1,10 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 7,8 l |
Þvermál hvers pakka: | 15 cm |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls