Samsetning af tveim svamplögum sem veita góðan stuðning og þægindi.
Fimm þægindasvæði þar sem þú þarft á þeim að halda til að styðja við mjaðmir og axlir – og skapa náttúrulega stöðu fyrir hrygginn.
Efsta lagið er minnissvampur og dregur úr þrýstingi á hryggjarliði og liðamót.
Mjúkt áklæðið er prjónað. Hægt er að taka það af og setja í vél. Þú getur tekið áklæðið í sundur til að það passi betur í vélina.
Þessari fullbúnu dýnu fylgir 10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is
Dýnan er seld upprúlluð til þess að einfalda þér að taka hana heim.
Bættu við kodda sem hentar þinni svefnstöðu ásamt yfirdýnu til að hlífa dýnunni.