VÅGSTRANDA
Pokagormadýna,
180x200 cm, millistíf/ljósblátt

89.950,-

VÅGSTRANDA

Tilkynning vistuð Þú færð tilkynningu með tölvupósti þegar varan kemur aftur á lager.

VÅGSTRANDA

VÅGSTRANDA

89.950,-

Varan er afgreidd úr vöruhúsi IKEA og því er vöruvöktun ekki í boði. Vinsamlega hafðu samband við þjónustuver eða komdu í verslunina til að leggja inn biðpöntun.

Vefverslun: Uppselt

Veldu kodda með dýnunni sem hentar þér best svo þú náir sem bestum nætursvefni.

Áklæðið er hannað til að sitja þétt á dýnunni.

Notaðu hreinsiefni fyrir textíl og ryksugaðu dýnuna reglulega til að halda henni ferskri.

Aðeins sofið á annarri hliðinni – þarf ekki að snúa við.

Sérpakkaðir pokagormar einangra hreyfingar þínar svo þú truflir ekki svefnfélagann ef þú hreyfir þig mikið í svefni.

Pokagormarnir eru hannaðir til að hleypa lofti í gegn um dýnuna og halda þannig jöfnum hita á líkamanum.

Gormarnir ná yfir alla dýnuna þannig að ekkert óþægilegt bil myndast þegar tvær dýnur eru settar saman. En tvær dýnur smellpassa saman þegar þær eru settar hlið við hlið.

Nýstárlegur S-kjarni dýnunnar er með tveimur lögum af pokagormum sem veita þægindi og stuðning þar sem þú þarft á að halda.

Þrýstipunktar eins og axlir og mjaðmir fá góðan stuðning með sjö þægindasvæðum – aðeins eftirgefanlegri gormar þar sem líkaminn er þyngstur gera það að verkum að hann helst beinn.

Efsta lag úr sérlega þykkum vatteruðum svampi gerir það að verkum að þú nærð góðri slökun.

Teygjanlegt efnið ofan á dýnunni er vatterað sem gerir hana gerðarlegri, mjúkt viðkomu og hreyfist með þér þegar þú sefur.

Þú getur vel setið á rúmstokknum þar sem styrktar hliðarnar halda dýnunni stífri og jafnri.

Hentug handföng á hliðunum til að auðvelda þér að færa dýnuna.

Þessari fullbúnu dýnu fylgir 10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is

Form/Design process

Góður svefn er ekki bara á yfirborðinu

Það er ýmislegt sem leynist inni í VÅGSTRANDA dýnunni. Undir yfirborðinu má finna ýmsa spennandi hluti. Þægindasvæði, vatterað teygjanlegt efni rétt undir yfirborðinu og tvö lög af S-laga pokagormum sem við köllum S-kjarna. Eru ekki viss um hvað þessir hlutir þýða fyrir þig? Í megindráttum þá fylgja þessar nýjungar líkamanum eftir, gera dýnuna mjúka og þægilega og veita þér stuðning þar sem þörf er á — eða í stuttu máli, veita þér góðan nætursvefn.

Eiginleikar

Dýnan vinnur fyrir þig á meðan þú sefur

Þægindasvæðin í dýnunum okkar sjá einfaldlega til þess að líkaminn þinn fái mismunandi stuðning eftir þörfum svo að hryggurinn haldist beinn og þú finnir góða svefnstellingu. Aðeins mýkri gormar í kringum mjaðmir og axlir svo þær geti sokkið varlega ofan í dýnuna og aðeins stífari gormar þar sem þú þarft á meiri stuðningi að halda – eins og við lappirnar og ökklana. Heildaráhrifin eru þau að líkaminn þarf ekki að vinna í því að finna þægilega svefnstellingu. Slakaðu bara á og sofðu vel.


Bæta við vörum

Hugmyndir og innblástur

Aftur efst
+
X