Auðvelt er að halda öllum áklæðunum hreinum þar sem þú getur tekið þau af og sett í þvottavél.
Pokagormarnir eru sérpakkaðir og því hreyfist hver gormur óháð hinum.
Pokagormar ná yfir alla dýnuna, þeir lofta vel um og veita þægindi, einnig þegar tvær dýnur eru hlið við hlið.
Fljótlegt og auðvelt að setja saman eða taka í sundur án verkfæra.
Hægt er að skipta um áklæði og fætur ef þú vilt breyta útlitinu, seld sér.
10 ára ábyrgð er á viðargrindinni, pokagormadýnunni og áklæðinu. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Svampurinn í yfirdýnunni eykur þægindi.