Hægt er að fjarlægja áklæðið og þvo í vél, sem gerir það að verkum að það er auðvelt að halda rúminu hreinu og það endist lengur. Áklæðið er í tveimur hlutum og því auðvelt að taka það af og setja aftur á.
Með því að kaupa ný áklæði sem þú getur skipt út sitt á hvað getur þú alltaf frískað upp á TÄRNKULLEN rúmið þitt og gefið svefnherberginu nýtt yfirbragð.
Kelinge áklæðið er úr mjúku pólýester. Flauelsefnið er með breiðum rifflum, þægilegt og mjúkt viðkomu og með örlitlum gljáa sem gefur því fallegan og notalegan blæ.