Það er auðvelt að ryksuga undir rúminu til að halda rýminu hreinu og rykfríu.
Það er þægilegt að halla sér upp að mjúka, bólstraða höfðagaflinum við lestur eða sjónvarpsáhorf uppi í rúmi.
Höfðagaflinn er bólstraður allt um kring og því kemur rúmið vel út í miðju herberginu.
Sterkbyggðir eikarfætur setja punktinn yfir i-ið.
Hægt er að fjarlægja áklæðið og þvo í vél, sem gerir það að verkum að það er auðvelt að halda rúminu hreinu og það endist lengur. Áklæðið er í tveimur hlutum og því auðvelt að taka það af og setja aftur á.
Kelinge áklæðið er úr mjúku pólýester. Flauelsefnið er með breiðum rifflum, þægilegt og mjúkt viðkomu og með örlitlum gljáa sem gefur því fallegan og notalegan blæ.
LURÖY rimlarúm með bogadregnum rimlum fylgir líkamsþyngd þinni og styður við líkamann á meðan botninn hleypir lofti í gegn sem heldur dýnunni ferskri.
Þú getur keypt aukaáklæði – í sama stíl eða nýjum.
Mjúkt áklæðið er sígilt og breiður höfðagafl færir rúminu einstakt útlit.
Rúmgrindin er einföld í samsetningu, stöðug og létt.