BRIMNES náttborð er með hillu fyrir bækur og skúffu til að fela hleðslutæki og snjalltæki svo þú getur sofið án þess að verða fyrir truflunum frá þeim. Snúrurnar má auðveldlega draga út í gegnum bakið á skúffunni.
Þú getur geymt allt frá handklæðum til fatnaðar í BRIMNES kommóðu með þremur skúffum. Efsta skúffan er með möttu gleri sem gefur henni einstakt útlit.
BRIMNES sófarúmið er sófi á daginn og rúm á nóttunni. Þú einfaldlega dregur út rúmgrindina og þá er komið tvíbreitt rúm á augabragði. Tvær stórar skúffur veita þér einnig rými fyrir sængur, kodda og rúmföt.