10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Slitfletir eru klæddir með Grann – mjúku, þægilegu og sterku hágæðaleðri með náttúrulegum litbrigðum. Aðrir hlutar eru klæddir með Bomstad, húðuðu efni.
Sófabakið styður vel við bakið þegar setið er í sófanum, og þegar honum er breytt í rúm veita viðarrimlar aukin þægindi.
Auðvelt er að breyta sófanum í tvöfalt rúm. Rúmfötin komast vel fyrir í hirslunum undir sætinu þegar þau eru ekki í notkun.