Mikið fyrir peninginn: Ein flaska af safti gefur af sér sjö flöskur af djús.
„Fläder“ er sænska heitið á ylliblómum, rjómagulum blómum sem ná fullum blóma í kringum Jónsmessuna víðast hvar í Svíþjóð.
Gullinn litur, mildur blómailmur og þægilegt illiberjabragð með örlitlum sítrónukeim. Smakkaðu á glasi af sólskini jafnvel þótt veðrið bjóði ekki upp á það.
Þynntu DRYCK þykknið með köldu vatni eða sódavatni áður en þú berð það fram, eða jafnvel með gosdrykk til hátíðarbrigða.
Berðu fram með hefðbundnum sænskum réttum eða notaðu í matargerð, til dæmis í eftirrétti, hlaup eða sem sætu í bakstur.
DRYCK þykknið er fullkomið á sumarmánuðunum í lautarferðina eða garðpartýið – mundu bara að þynna það út með vatni. Berðu fram í könnu eða krukku og njóttu með fjölskyldu og vinum.
Í Svíþjóð er flaska af safti algeng gjöf. DRYCK er tilvalin leið til að þakka fyrir matarboðið, óska systkini til hamingju með nýja starfið eða óska vini til hamingju með afmælið.