Þú getur sett legubekkinn vinstra eða hægra megin og breytt þegar þér hentar.
Hillared áklæði er ofið úr bómull og pólýester – með viðbættum viskósa og hör. Endingargott og snyrtilegt áklæði sem er bæði mjúkt og þægilegt í senn.
VINLIDEN sófinn er rúmgóður með háu baki og stórum, mjúkum púðum sem þú sekkur í.
Litli púðinn sem fylgir með veitir þér góðan stuðning við mjóhrygginn þegar þú situr í sófanum og er tilvalinn til að halla hausnum upp að þegar þú færð þér lúr.
Hannaður án lausamuna og því er afar auðvelt að setja sófann saman, taka hann í sundur og setja hann aftur saman, til dæmis ef þú vilt flytja hann með þér.
Þriggja sæta sófi með legubekk er með hirslu undir sætinu sem þú getur notað til að geyma hluti sem þú vilt hafa innan handar.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.