Akasíuviður er þekktur fyrir að vera sterkur og því tilvalinn í húsgögn sem þú vilt eiga um ókomin ár.
Borðplata úr náttúrulegum við í bland við svarta fætur skapar fallegt og nútímalegt yfirbragð sem kemur vel út á flestum heimilum.
Bekkurinn er í hlýlegum lit með notalegri áferð og færir þannig náttúruna inn og fegrar heimilið.
Hillan undir bekknum býður upp á aukahirslupláss, tilvalið fyrir ská, töskur og aðra hluti sem gott er að hafa innan handar.
Kemur sér vel við matarborðið, í forstofunni og í svefnherberginu.
SKOGSTA bekkurinn kemur vel út með öðrum húsgögnum í SKOGSTA línunni og skapar fallegt heildarútlit á heimilinu.