Hægt að stafla, því getur þú verið með nokkra við höndina fyrir aukagesti án þess að þeir taki of mikið pláss.
Þriggja fóta kollur vaggar ekki, jafnvel þó gólfið sé ójafnt, því allir fæturnir standa á yfirborðinu.
Þessi handhægi kollur í beinhvítum lit er með beygðum fótum og kemur til bjargar þegar óvæntur gestur skýtur upp kollinum eða þegar þú þarft aukapláss til að leggja frá þér bók eða drykk.
Beinhvítur viðarkollurinn er bæsaður og lakkaður til að auka endingu og gera viðarmynstrinu kleift að skína.