Auðvelt að halda áklæðinu hreinu þar sem hægt er að taka það af og þvo í vél.
Það er þægilegra að sitja lengi á þessum stólum, sem eru með bólstrað sæti og bogadregið bak.
Stöðugur og endingargóður stóll úr gegnheilum harðvið.
Þægilegt, bólstrað svampsæti með ljósdröppuðu Kilanda áklæði. Efnið er með fallegri tvítóna áferð og er unnið úr að minnsta kosti 90% endurunnu pólýester.
Vönduð smáatriði á borð við sniðskorna fætur og bak með rimlum færa NÄSINGE stólnum heillandi og fallegt útlit.
Stólarnir eru fullkomnir við NÄSINGE borðin.