VIDGA
Veggfesting,
12 cm, hvítt

895,-

695,-

Magn: - +
VIDGA
VIDGA

VIDGA

895,-
695,-
Vefverslun: Til á lager
Þessi lengri festing gerir þér kleift að vera með nokkrar gardínustangir í röð fyrir lagskipta gardínulausn. Hentar vel ef þú vilt geta breytt til og stjórnað hversu mikil birta berst inn í rýmið.
VIDGA veggfesting

Svona hjálpuðu viðskiptavinir, smellur og vélmenni til við að búa til betri gardínubrautir

Við hjá IKEA viljum frumlegar lausnir til að bæta og einfalda hversdagslífið. Skoðum til dæmis gardínubrautir. Í gegnum árin höfum við lært af viðskiptavinum okkar að gardínubrautirnar okkar eru af góðum gæðum, en að setja þær saman getur verið flókið og tekið langan tíma. Við vildum finna betri lausn og bjuggumst aldrei við að vélmenni yrði hluti af henni.

Hönnuður vöruþróunnar, Martin Bo Zhang, hefur unnið með gardínubrautir í meira en áratug. Hann notar mikið af látbrögðum þegar hann talar. Martin lyftir báðum höndum upp yfir höfuð eins og ballerína. Hann er að sýna hversu erfitt það getur verið að halda við gardínubraut á sama tíma og hún er sett saman. „Það eru 30-50 litlar skrúfur,“ segir Martin. Hann setur þumal og vísifingur að hvor öðrum, þangað til örlítið bil á stærð við hrísgrjón er eftir. „Þetta er lítið.“ Hann heldur annarri hendinni upp í loft og teygir sig í átt að gólfinu með hinni. „Ef skrúfa dettur á gólfið, finnur þú hana ekki,“ útskýrir hann, „og gangi þér vel ef þú ert með mottu með háu flosi.“ Hvernig fóru Martin, hönnuðurinn David Wahl ásamt fjölmennt teymi IKEA að því að finna út hvernig mætti bæta gardínubrautirnar? Fyrst könnuðu þau hvað viðskiptavinir og samstarfsfélagar sögðu um brautirnar sem hafði verið skilað. Einnig voru vinnusmiðjur haldnar. Svo skoðuðu þau allt og ekkert sem tengist ekki gardínum.

Hugmynd sem small

Sylgjur, belti og íþróttabúnaður - þaðan fengu David og teymið hugmyndir fyrir VIDGA gardínubrautirnar. „Með því að skoða lausnir mismunandi vara, getur þú fengið innblástur að nýjum leiðum til að leysa vandamál,“ útskýrir hann. Þannig kom teymið með hugmyndina um að smella VIDGA saman og nota eins lítið af verkfærum og mögulegt er. Og það eru engar skrúfur í hrísgrjóna-stærð til að týna. „Þú setur þetta saman sjálf/ur,“ segir Martin og lyftir höndunum upp í loft eins og hann sé að halda á gardínubraut upp við vegg. „En þú þarft ekki að eyða einum og hálfum klukkutíma með hendurnar svona.“ Núna veistu hvernig viðskiptavinir og smellur hjálpuðu til við að endurbæta brautirnar. Þá komum við að vélmennunum.

Hleypið vélmennunum inn

Hvar eru vélmennin nákvæmlega? U.þ.b. klukktíma norður af höfuðstöðvum IKEA, í bænum Åseda, þar búa um 2.500 manns. Þar er birgðasali sem bauð best í framleiðslu VIDGA gardínu-brautanna, hann byggði nýja verksmiðju og réði um 24 nýja starfsmenn. „Að fara úr litlu hlutunum yfir í það að vera í verksmiðjunni og fylgjast með færibandinu fara í kringum vélmennin sem eru stöðugt að vinna, er stórkostleg upplifun,“ segir Martin.

Teyminu var kleift að gera framleiðsluna sjálfvirka með vélmennum af því það hannaði hvern hluta í VIDGA frá grunni. Og vegna þess að það er ekki til neitt eins og VIDGA á markaðinum, erum við að sækja um einkaleyfi á öllu kerfinu - óvenjulegt skref fyrir IKEA. Þarftu að hringja í háþróað vélmenni til að setja VIDGA gardínubrautirnar saman? Nei. Þú þarf einfaldlega sexkant. Stundum hefst betra hversdagslíf með einum smelli.

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er ál?

Ál er næst mest notaði málmurinn í heiminum á eftir járni og það er hægt að nota það á ýmsan hátt. Það er létt og auðvelt að móta það en jafnframt sterkt og endingargott. Við notum það í hluti eins og eldhúsáhöld, gardínustangir og sprittkertastjaka í vöruúrvali okkar. Einn helsti kostur áls er að það er hægt að endurvinna það aftur og aftur án þess að það tapi gæðum. Endurvinnslan notar aðeins hluta af þeirri orku sem þarf til að framleiða nýtt ál.

Samantekt

Margir möguleikar

VIDGA gardínubrautir bjóða upp á margar leiðir til að hengja upp gardínur. Þú getur fest þær framan á glugga og búið til krók, notað þær sem skilrúm og umhverfis rúm. Lagskiptar gardínur gera þér kleift að blanda saman litum, efni og mynstri og að auki draga þær úr hljóði og stilla birtu og hitastig í herberginu. Tengdu nokkrar brautir saman til að búa til eina langa braut eða styttu þær í æskilega lengd með járnsög, þú lagar gardínurnar að þínu rými. Festu brautina á vegg eða í loft með VIDGA vegg- og loftfestingum eða notaðu VIDGA ­hornstykkin til að festa þær í horn.

Hugleiðingar hönnuða

David Wahl, hönnuður

„Þegar ég set sjálfur upp gardínustangir hugsa ég oft um hvernig hægt væri að einfalda þennan gjörning. Þannig þegar ég fékk tækifæri til að hanna VIDGA gardínustangakerfið, þá vissi ég hvað ég vildi gera. Nýja kerfið þyrfti að líta vel út og vera auðvelt að finna út hvernig á að festa það upp með fáum verkfærum. Ég er virkilega ánægður með útkomuna! Ég er viss um að þér eigi eftir að líka við afraksturinn, þegar allar gardínurnar eða flekarnir eru á sínum stað.“


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X