Gardínur með gardínuborða sem gerir þér kleift að hengja þær beint á stöngina með þar til gerðum vösum eða flipum. Þú getur líka hengt gardínuna á gardínubraut með hjólum og krókum.
Með hjólum og krókum skapast yfirleitt formlegra og fágaðra yfirbragð þar sem ekki sést í festingarnar.
Gardínubönd í stíl undirstrika fyllingu efnisins og veita glugganum fallegt, klassískt yfirbragð. Þú getur stillt hæðina eins og þér finnst fallegast.
Bómull er mjúkt, endingargott og náttúrulegt efni sem er auðvelt í umhirðu því það má þvo í vél.
Hentar vel með myrkvunar(rúllu)gardínum eða ljósdempandi (rúllu)gardínum þegar þú vilt losna algerlega við alla birtu.
Efnið dregur úr dagsbirtu og glampa. Það veitir næði þar sem það kemur í veg fyrir að fólk sjái inn. Þegar dimmt er er hægt að greina útlínur í gegnum þær ef rýmið er upplýst.
Gardína sem er 250 cm á lengd er hentug ef þú vilt hengja hana upp fyrir ofan glugga.
Þú getur valið um mismunandi síddir, breiddir og liti og því ætti að vera auðvelt að finna gardínur sem passa þínum glugga.
Dökkir flekkir á óbleiktu bómullarefninu eru fræ eða hluti af fræi. Náttúrulegir eiginleikar sem færa hverri gardínu einstakan karakter.