Hægt að festa bæði innan í og utan við gluggakarminn eða í loftið.
Gardínan er snúrulaus sem eykur öryggi barna.
Myrkvunargardína lokar úti birtu þannig að þú getir sofið vært í myrkvuðu herbergi.
Snjöll hönnun demparans í rúllugardínunni gerir það að verkum að þú getur dregið frá og fyrir hljóðlaust.
Þú þarft ekki að skipta út festingum eða bora ný göt þótt þú skiptir um rúllugardínu. Meðfylgjandi vegg- og loftfestingar passa fyrir LÅNGDANS og SANDVEDEL rúllugardínur og FÖNSTERBLAD myrkvunarrúllugardínur.
Það er auðvelt að stilla lengdina á rúllugardínunni. Þú fjarlægir bara festingarnar, dregur gardínuna niður í æskilega lengd og setur festingarnar aftur á. Þegar þú sleppir gardínunni fer hún sjálfkrafa í þá lengd sem þú stilltir hana á.
Drapplitað hringmynstrið á dröppuðu efninu sést aðeins frá ákveðnum sjónarhornum. Það er bæði sérstakt og látlaust svo þú færð ekki leiða á því.