Hægt að festa bæði innan í og utan við gluggakarminn. Ef fest utan á gluggakarminn nær hún að hylja gluggann betur og þú færð meira næði þar sem minni birta nær að smeygja sér með fram hliðunum.
Með því að draga úr dragsúgi og hitanum frá sólinni gera gardínurnar þér kleift að nýta upphitun/loftkælingu rýmisins á hagkvæmari hátt.
Öruggar fyrir allan aldur þar sem það eru engar lausar snúrur. Togaðu gardínuna niður eða upp til að draga frá og fyrir á einfaldan hátt.
Þú getur stillt hvernig rimlarnir liggja með stönginni og stýrt þannig birtustiginu í rýminu.
Rimlarnir eru 50 mm á breidd og færa rýminu hlýlegt yfirbragð. Þegar þeir eru opnir sést vel út.
Rimlarnir eru aðeins 1,8 mm á þykkt.
Náttúruleg fegurð bambussins nýtur sín vel því rimlarnir eru með glæru lakki, sem verndar þá gegn raka og tæringu.