Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Svona útbýrð þú heimili inni á heimilinu þínu

Unglingar þrá oft sjálfstæði ... sem fyrst. Þegar flutningar að heiman er ekki raunhæfur kostur fyrr en eftir nokkur ár er góð lausn að útbúa rými sem lítur út fyrir að vera aðskilið restinni af heimilinu, eins og einstaklingsíbúð inni á heimilinu.

Lykilatriði er að það sé auðvelt að raða og endurraða

Þegar rýmið er takmarkað eru sveigjanleg húsgögn einstaklega hentug. Léttur og margnota húsbúnaður (eins og rúllugardínur sem fela hillurnar og nýtast sem bíótjald) er þægilegt að aðlaga að þínum þörfum, endurraða og seinna flytja með á nýtt heimili.

Gleðitilfinning við að flokka óhreina þvottinn

Það er stundum eins og það sé í eðli óhreins fatnaðar að enda á gólfinu. Þú getur leist vandann með því að útbúa skemmtilegan leik – þú skorar stig ef þú hittir í körfuna, það gæti dugað til að ögra náttúrunni.

Miníbar innifalinn

Það getur verið hentugt að hafa aðstöðu fyrir svalandi drykk eða snarl út af fyrir þig, það fækkar einnig ferðunum í eldhúsið. Stilltu hátalaranum upp og þú ert klár fyrir partí helgarinnar.

Aukahlutir á réttum stað

Pláss til að halda hlutum sem þú notar dagsdaglega í röð og reglu, það auðveldar þér að finna það sem þú þarft til að setja punktinn yfir i-ið á fatasamsetningu dagsins.

„Það þarf ekki fullbúið heimili til að skapa tilfinninguna um slíkt. Það er mikilvægt fyrir einstakling með vaxandi þörf fyrir sjálfstæði að hafa sitt eigið yfirráðasvæði – og það kemur líka jafnvægi á heimilið.“

Hilla sem færir þig aftur í tímann

Ert þú týpan sem geymir krúttlega barnastólinn og tímir ekki að henda honum, jafnvel þó hann hafi í engan tilgang lengur? Vandamálið er leyst! Þú getur hengt hann upp á snaga og nýtt hann sem hillu. Fullkomið fyrir verðmæta hluti eða jafnvel skjávarpa.

Burt með óreiðuna ... vonandi

Snúrur eru oft til vandræða og linnulaus áskorun. Sambland af snögum og kössum er góð byrjun á hentugu skipulagi. Þegar vinnuaðstaðan er ekki í notkun setur þú einfaldlega borðið upp til að fela hleðslustöðina.

Hvernig hentar þér að hafa rýmið í dag

Þegar rýmið er útbúið húsgögnum sem auðvelt er að umraða þá getur rýmið verið afdrep unglingsins, gestaherbergi, sjónvarpsherbergi eða dansgólf, þú breytir því bara eftir þörfum.