Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Veitingasvið IKEA

Veitingasvið IKEA samanstendur af fimm einingum sem eru veitingastaðurinn, kaffihúsið, IKEA bistro, sænska matarhornið og IKEA bakaríið. Á þessum stöðum er hægt að fá fjölbreytt úrval af réttum, kökum, matvælum og drykkjum sem flest eiga það sameiginlegt að tengjast matarhefð Svía. Kjörorð veitingasviðs er að bjóða upp á heiðarleg, ljúffeng matvæli og rétti á góðu verði.

IKEAalt

Veitingastaður IKEA

Veitingastaðurinn býður upp á meira en bara kjötbollur! Hjá okkur er fjölbreytt úrval af ýmsum réttum, allt frá salatskálum, fisk-, kjöt- og grænmetisréttum. Þetta er staður fyrir alla fjölskylduna en þau yngstu geta valið rétti af sérstökum barnamatseðli og leikið sér í leikhorninu á meðan foreldrarnir klára sína máltíð. Réttir mánaðarins eru tveir og því nóg um að velja.

IKEAalt

Kaffihús IKEA

Á kaffihúsinu er notalegt andrúmsloft og gott að setjast niður og fá sér eitthvað létt að borða. Þar er hægt að velja úr úrvali af smáréttum, heitum og köldum drykkjum og gómsætum kökum. Súpa dagsins er borin fram í ljúffengu brauði og réttur mánaðarins er tilvalinn fyrir þá sem langar að prófa eitthvað nýtt.


IKEA matur.

IKEA Bakarí

Í IKEA bakaríinu er hægt að velja úr úrvali af nýbökuðu gæðabrauði og sígildu bakkelsi til að taka með heim.

IKEA matur.

IKEA Bistro

IKEA bistro er tilvalið fyrir þá sem vilja fljótlegan bita á góðu verði eftir verslunarferðina.

IKEA matur.

Sænska matarhornið

Í sænska matarhorninu er hægt að fá ósvikna sænska matvöru til að taka með heim, bæði þurrvörur og frosin matvæli sem einfalt er að matreiða úr. Í versluninni er úrval af sætindum, eftirréttum og einnig girnilegt meðlæti sem setur punktinn yfir i-ið á sænskri máltíð.


Réttir mánaðarins

Hangiskanki

með uppstúf, kartöflum, rauðkáli og grænum baunum

1.395,-

Grænkera-Wellington

með graskersteningum, ristuðu fennel og fennelsósu

1.295,-

Hangikjöt

með uppstúf, kartöflum, rauðkáli og grænum baunum

1.295,-

Purusteik

með rauðkáli, brúnuðum kartöflum og rjómalagaðri sósu.

1.395,-


Við kynnum ljúffenga rétti, einmitt fyrir þig.

Ertu grænkeri? Þá er heppnin með þér! Við kynnum ljúffenga rétti, einmitt fyrir þig.

vegan

Sjálfbær matur í IKEA

grænkerabolla

Enduruppgötvun kjötbollunnar

Grænkerabollan er sönnun þess að minni kjötnotkun í framtíðinni getur verið alveg jafn ljúffeng, hvort sem þú elskar kjöt eða ekki. Hún inniheldur baunaprótín, kartöflur, lauk, hafra og epli, og er jafn safarík og bragðgóð og IKEA kjötbollan – án kjötsins. Í staðinn er kjötbragðinu náð með því að bæta við umami bragðtegundum eins og sveppum, tómötum og steiktu grænmeti.


Uppskriftir


Skoðaðu fjölbreytt úrval af hentugum hjálparkokkum og borðbúnaði