Sniðuga HAUGA línan býður upp á rúmgóðar og fjölhæfar hirslur sem henta hvar sem er á heimilinu. Þú getur notað þær nokkrar saman eða stakar í svefnherberginu, stofunni, borðstofunni og forstofunni. Feldu óreiðuna og sýndu það sem þér þykir vænt um. Þú getur einnig sett kassa eða stóra hluti ofan á hirslurnar. Svo er hægt að bæta við og breyta eftir því sem þarfirnar breytast og því eru þetta sígild húsgögn sem endast um ókomin ár.