Close

Fyrirtækjaþjónustan

Þitt fyrirtæki, á þinn hátt.

Hvort sem þú ert að stofna nýtt fyrirtæki eða langar að breyta til og bæta, getur þú leitað ráðgjafar hjá Fyrirtækjaþjónustu IKEA. Starfsmenn þjónustunnar hafa lausnina og IKEA verslunin er með húsgögnin. Komdu við í verslun IKEA eða hafðu samband við Fyrirtækjaþjónustuna með því að senda póst á sala@IKEA.is eða hringdu í síma 520 2500.

STUNSIG vörulínan
STUNSIG vörulínan
STUNSIG vörulínan

Besta kaffihúsið í bænum ...

... og svalasta hótelið eða flottasta gistiheimilið. Það breytir engu hvers kyns rekstur þú ert með, hjá okkur færð þú það sem þig vantar til að leyfa gestrisninni að skína í gegn.

fyrirtaeki
fyrirtaeki
fyrirtaeki

Ein skrifstofa fyrir allt saman

Skrifstofan er annasamur staður. Þar er unnið, fundað, spjallað og svo þarf hirslur og góða vinnuaðstöðu. Þú þarft skrifstofu sem auðveldar flæðið en hindrar það ekki. Fáðu aðstoð hjá okkur við að hanna skrifstofu sem er fjölhæf, notadrjúg og hjálpar þér að ná fullum afköstum.

STUNSIG vörulínan
STUNSIG vörulínan
STUNSIG vörulínan

Innlit í ORF Líftækni

Hér getur þú skoðað eina af mörgum útkomum frá samstarfi Fyrirtækjaþjónustunnar við fyrirtæki. Í þetta skipti var það líftæknifyrirtækið ORF Líftækni sem óskaði eftir aðstoð við að innrétta ný húsakynni.


Smelltu hér til að skoða ORF Líftæknifyrirtækið betur.

fyrirtaeki
fyrirtaeki
fyrirtaeki

Öll aðstoðin sem þú þarft til að láta draumana rætast

Þarftu örlitla aðstoð við að klára verkefnið? Vilt þú kannski fá einhvern til að sjá um það fyrir þig? Ekkert mál. Skoðaðu allar þjónustuleiðirnar okkar hér á síðunni og þú getur hafist handa strax í dag!

Vefverslun

Þú getur kynnt þér vöruúrvalið á vefnum okkar, www.IKEA.is, og valið það sem hentar þér. Komdu svo í verslunina eða verslaðu á vefnum og fáðu vörurnar sendar heim.

Fyrirtækjaþjónusta

Standa til endurbætur á skrifstofunni eða ertu kannski að stofna nýtt fyrirtæki? Starfsfólk Fyrirtækjaþjónust­unnar aðstoðar þig við að velja vörur, taka þær saman og einfaldar þér þannig lífið þegar þú stendur í framkvæmdum. Sendu okkur póst á sala@IKEA.is og kannaðu hvað við getum gert fyrir þig.

Teikniforrit

Hönnun er leikur einn með IKEA Home Planner. Teiknaðu upp eldhúsið, skrifstofuna eða baðherbergið í þrívídd. Prófaðu þig áfram með liti og uppsetningu, vistaðu svo teikninguna og sendu okkur á sala@IKEA.is eða komdu í heimsókn.

Sérpantanir

Við eigum vörulínur til notkunar á kaffihúsum og veitinga­stöðum sem þarf að sérpanta. Eins þarf að sérpanta vörur sem keyptar eru í miklu magni. Hafðu samband á sala@IKEA.is til að fá nánari upplýsingar.

Samsetningarþjónusta

Við hönnum vörurnar okkar þannig að einfalt sé að setja þær saman. Ef þú vilt það heldur getum við þó aðstoðað. Þú færð nánari upplýsingar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á www.IKEA.is/thjonusta

Uppsetning

Þú getur sparað dýrmætan tíma með því að fá fagfólk til að annast uppsetningu á t.d. eldhúsum, skápum og baðinnréttingum. Við getum mælt með traustum og vönum aðilum.

Kerrur

Nú getur þú séð um að koma vörunum heim jafnvel þótt þær passi ekki í bílinn. IKEA býður upp á lokaðar kerrur til að flytja vörurnar heim og það þarf ekki að kosta þig krónu. Þú færð nánari upplýsingar í versluninni eða þjónustuveri í síma 520 2500.

Heimsending

Við getum sent þér vörurnar heim eða á skrifstofuna. Þú færð nánari upplýsingar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á www.IKEA.is/thjonusta