Láttu fara vel um þig í flottri, nútímalegri stofu. Útlit stofunnar er ekki það eina sem skiptir máli, það er ekki síður mikilvægt að huga að notagildinu, til dæmis með rúmgóðum hirslum sem halda rýminu snyrtilegu. Snjallvörur sjá þér fyrir nútímaþægindum og þú getur notið þess að slappa af í stofu sem er sniðin að þínum þörfum og áhugamálum.

Snjallar græjur einfalda lífið

Slakaðu á í uppáhaldsstólnum þínum, settu símann í hleðslu, deyfðu ljósin og hlustaðu á tónlist sem lætur þér líða vel. Tæknilegur húsbúnaður á borð við lampa með WiFi-hátalara, þráðlaust hleðslutæki og lofthreinsitæki koma þér langleiðina í huggulegheitunum.

 

Skoðaðu raftæki

Hreinar línur

Ferkantaðar veggeiningar ásamt fallegum skáp á fótum í sama stíl nýta plássið vel. Þú getur bæði stillt hlutum inn í samliggjandi veggskápana og ofan á þá. Skápurinn fyrir neðan rúmar allt, eða að minnsta kosti flest, sem þú þarft að geyma og vilt ekki hafa fyrir augunum.

Skoðaðu EKET hirslur

Alltaf pláss fyrir gesti

Hægindastóllinn er með þægilegri svampfyllingu og er fullkominn fyrir sjónvarpsáhorf. Þú getur síðan breytt stólnum í rúm ef þú færð næturgest. Gardínur skipta rýminu upp og veita næði og hugvitssöm hirsla gegnir hlutverki náttborðs.

Skoðaðu svefnsófa

Hreinar og beinar línur

Galdurinn við að skapa fágað og töff rými eru húsgögn og húsmunir með beinar línur og ferhyrnda lögun. Dökk vefnaðarvara eða í jarðlitum kemur vel út og gjarnan með stórgerðu mynstri. Sem mótvægi við beinu línurnar er flott að bæta við nokkrum hringlaga munum líkt og litlu borði, vasa, mjúkum púðum og teppum.

 

Skoðaðu mottur

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X