Fjölhæf stofa er fjölskylduvæn stofa, sérstaklega ef fjölskyldan vill hafa líf og fjör í kringum sig. Notaleg húsgögn sem auðvelt er að færa á milli staða, rétta lýsingin og nokkrar óhefðbundnar lausnir auðvelda ykkur að fara úr borðspilinu í látbragðsleik eða úr kósíkvöldi yfir í karókí.

Hver á sínu sviði

Sveigjanleiki færir þér aukið frelsi til að aðlaga rýmið eftir þörfum. Gardínur mynda frábæran bakgrunn fyrir svið á meðan skilrúm, hjólavagn og spegill skapa kjörið búningsherbergi fyrir stjörnurnar í fjölskyldunni. Motta í björtum lit gerir sviðinu hátt undir höfði.

Skoðaðu vefnaðarvörur

Rúllandi gleðigjafi

Snarl og drykkir draga að sér fjölskyldumeðlimi áður en sýningin byrjar. Hjólavagn kemur sér vel fyrir undirbúninginn í eldhúsinu og til að færa matinn inn í stofu eða ganga frá að kvöldi loknu – allt í einni ferð.

Skoðaðu alla hjólavagna

Auðvelt að færa á milli staða

Skoðaðu öll hliðarborð

Spurningaþáttur, bíómynd eða þáttasería

Stór og þægilegur sófi er frábær miðstöð fyrir notalegar fjölskyldustundir fyrir framan sjónvarpsskjá. Nokkrir púðar og teppi bæta um betur og frábært hljóðkerfi með SYMFONISK hátölurum magnar upplifunina svo um munar.

Skoðaðu alla einingasófa

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X