Með þessari endurkomu Nytillverkad línunnar fögnum við litríkum og róttækum tíðaranda áttunda og níunda áratugarins. Vörurnar einkennast af djúpum ólíkum litum, áberandi mynstrum og stílhreinum útlínum – þessar vörur voru gerðar til að krydda lífið.

Skoðaðu Nytillverkad línuna

Litadýrð úr fortíð

Mynstrin eiga rætur að rekja til áttunda áratugarins og voru endurvakin til að gleðja nýja kynslóð. Í fyrsta sinn á 50 árum er mynstrið fáanlegt á þriggja metra efni. Gefðu sköpunargleðinni lausan tauminn!

„Við vildum endurvekja nokkrar vinsælar vörur og endurgera þær með tækni og efni nútímans.“

Sebastian Svensson
Yfirmaður nýsköpunar, IKEA of Sweden

Breyttu mynstrinu

Dýfðu tánum eða stingdu þér á bólakaf í nýju litríku vörurnar. Hvort sem þú vilt eignast allt í línunni eða aðeins einn hlut þá lífga þær upp á heimilið og færa því karakter. Hægindastóll úr stáli grípur athygli og mynstraðir púðar umbreyta stofunni en allar vörurnar eiga það sameiginlegt að búa yfir djúpum litum, fallegum mynstrum og einföldum formum.

Endurvakið fyrir þig

Nú færð þú tækifæri til að eignast vinsæla hönnun úr fortíðinni í nýrri og bættri útgáfu. Við vonum að þú kunnir að meta hana.

Skoðaðu Nytillverkad línuna

Víruð hönnun

Þegar hægindastóllinn var fyrst framleiddur árið 1983 sóttum við innblástur í verksmiðju sem framleiddi innkaupakerrur og verslaði vírinn á stórum rúllum sem voru mun hagstæðari en málmrörin sem voru gerð sérstaklega fyrir húsgögn. Þó SKÅLBODA hægindastóllinn sé úr stáli þá er hann furðuþægilegur og enn mýkri með púða.

„IKEA er þekkt fyrir að finna lausnir á verksmiðjugólfinu. Það hefur haft áhrif á nýsköpun og er ennþá mikilvægt fyrir vöruþróun okkar.“

Johan Ejdemo
Hönnuður, IKEA of Sweden

Punkturinn yfir i-ið

Kryddaðu heimilið með stílhreinum útlínum og áberandi litum. Vörurnar í þessari útgáfu Nytillverkad eru gerðar til að umbreyta rýminu, jafnvel þó það sé aðeins lítið skot.

„Þú verslar hann í flötum pakkningum og leggur hann svo aftur saman þegar þú ert ekki að nota hann. Svo einfalt, en þó einstakt.“

Niels Gammelgaard
Hönnuður

Framtíðin er björt

Hér eru tvær sígildar vörur, plöntustandur frá 1957 og fatastandur frá 1978, sem hafa fengið litríka uppfærslu sem grípur augað.

Ástkært hliðarborð snýr aftur

Fyrir langa löngu, eða 1956, framleiddi IKEA eitt af vinsælustu húsgögnum allra tíma; dásamlegt hliðarborð sem hét LÖVET. Þessi gullmoli snýr aftur í glaðlegum litum undir nafninu LÖVBACKEN.

Tengjum saman fortíð, nútíð og framtíð

Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru sumar af þessum vörum næstum jafn gamlar og IKEA. Skoðaðu nokkrar frægar hönnunarvörur sem hafa fengið nútímalega yfirhalningu.

Skoðaðu Nytillverkad línuna

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X