Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
GULDVÄVARE
Fyrstu vikur og mánuðir barnsins snúast að miklu leyti um svefn. Nýjum foreldrum líður stundum eins og barnið sofni aldrei á réttum tíma. En veistu hvað? Það er allt í lagi. Öll börn eru misunandi og með ólíkar þarfir. Það getur tekið smá tíma að kynnast þeim, og gott er að vera opin fyrir breytingum og að skapa sem bestar aðstæður fyrir svefninn.
„Það er mjög algengt að nýir foreldrar séu með áhyggjur af svefni barnsins – eða svefnleysi. Það er eðlilegt. Rétt eins og það er eðlilegt að börn hafi ólíkar þarfir sem geta svo breyst,“ segir Anna Edlundh. Hún hefur verið hluti af þróun GULDVÄVARE sængurveranna og lakanna sem eru úr 100% GOTS-vottaðri lífrænni bómull, sem og þróun mjúkdýra, smekkja og margra annarra vara.
„Mjúk og svöl rúmföt eru góð byrjun þegar kemur að svefni. Bómull er frábært náttúrulegt efni sem andar vel svo barninu verði ekki of heitt.“ GULDVÄVARE vörulínan er með krúttlegum mynstrum og útsaumi í róandi, þægilegum litum sem veita ró fyrir háttatímann. Börn vilja oft faðma að sér mjúkdýr á nóttunni. „Það að halda á einhverju sem þau þekkja getur hjálpað þeim að ná ró og sofna.“
Ýmis atriði geta hjálpað barni að sofna, til dæmis að dimma ljósið og lækka hitastigið í herberginu. „Það getur verið gott að skapa einhverja rútínu fyrir svefninn. Til dæmis að fara í bað fyrir háttinn eða raula ákveðið lag sem barnið þekkir.“ Það er líka alveg eðlilegt ef rútínan hættir að virka. Þá er hægt að breyta til og prófa eitthvað nýtt. „Þótt svefninn breytist aðeins nær barnið yfirleitt góðri hvíld á endanum. En þú mátt ekki gleyma þér – foreldrarnir þurfa líka að hvíla sig.“
Efnið í GULDVÄVARE rúmfötum er úr hreinni lífrænni bómull sem er vottuð af Global Organic Textile Standard (GOTS), staðli fyrir lífrænar trefjar sem inniheldur vistfræðileg og félagsleg viðmið. Efnið er sterkt og má þvo á háum hita, það er mjúkt viðkomu og dregur í sig raka og því loftar um það. Allt sem þarf til að skapa notalegt svefnumhverfi fyrir barnið þitt.
„Hugmyndin á bak við GULDVÄVARE línuna var að skapa notalegar og dúnmjúkar vörur fyrir lítil börn með sætum dýrum, blómum, röndum og útsaumi sem endist vel og stæðist tímans tönn. Innblásin af náttúrunni þar sem laufblöð bærast í vindinum, regndropar falla og engi eru full af blómum. Til að skapa notalega áferð notaði ég mismunandi vefnað eins og mússulín og frotte. Ég elskaði mússulín sem barn því efnið er örlítið krumpað og yndislega mjúkt.“
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Langur rennilásinn þýðir að þú getur opnað hann vel svo auðveldara sé fyrir barnið að komast úr honum og í.
Værðarpokinn heldur hitastiginu jöfnu og þægilegu alla nóttina.
Pokinn veitir öryggi því hann hindrar að barnið geti fest fætur sína á milli rimla rúmsins.
Er úr 100% bómull sem hefur verið vottuð af GOTS (Global Organic Textile Standard).
Vörunúmer 305.885.55
1 pakkning(ar) alls
Getur hlaupið um allt að 5%. Má þvo í vél við hámark 60°C, venjulegur þvottur. Þvoðu með svipuðum litum. Renndu upp rennilásnum fyrir þvott. Má ekki setja í klór. Má setja í þurrkara við lágan hita, (hámark 60°C). Straujaðu við hámark 200°C. Má ekki þurrhreinsa. Þvoðu fyrir notkun.
Fyrir 6-18 mánaða.
GOTS-vottuð lífræn bómull: MPY-158887.
Lengd: | 30 cm |
Breidd: | 20 cm |
Hæð: | 5 cm |
Heildarþyngd: | 0,35 kg |
Nettóþyngd: | 0,30 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 3,0 l |
Aðeins nýjasta útgáfa skjalanna er í boði fyrir niðurhal. Það þýðir að það gæti verið eitthvað öðruvísi í skjalinu sem þú hleður niður og útgáfunni sem fygldi vörunni.
Vörunúmer 305.885.55
Vörunúmer | 305.885.55 |
Vörunúmer 305.885.55
Vörunúmer: | 305.885.55 |
Pakkningar: | 1 |
Lengd: | 30 cm |
Breidd: | 20 cm |
Hæð: | 5 cm |
Heildarþyngd: | 0,35 kg |
Nettóþyngd: | 0,30 kg |
Rúmmál hvers pakka: | 3,0 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls