NACKANÄS
Borð,
140x76 cm, akasíuviður

34.950,-

Magn: - +
NACKANÄS
NACKANÄS

NACKANÄS

34.950,-

Sendingarkostnaður er 9.500,-

Reikna sendingarkostnað

Vefverslun: er að klárast

Borð fyrir fjóra til sex. Það er í þægilegri stærð og kemst því auðveldlega fyrir í minni rýmum.

Hvert borð hefur einstakt útlit því þau eru gerð úr gegnheilum akasíuvið sem er náttúrulegt efni með fjölbreyttum litbrigðum og viðarmynstri sem eldist vel.

Borðfæturnir eru í miðjunni og því er meira pláss fyrir stóla við borðið. Þessi hönnun er algeng fyrir borð í Shaker-stílnum.

Borðið passar vel með NACKANÄS stól.

Hugleiðingar hönnuða

Nike Karlsson og Mikael Axelsson, hönnuðir

„Við sóttum innblástur fyrir NACKANÄS línuna í Shaker-hugmyndafræðina – einfalt, hagkvæmt og blátt áfram, án þess að draga úr fagurfræðinni. Við elskum stólinn með ofinni setunni – hann er þægilegur og ber með sér eiginleika sem oft má finna í Shaker-hönnun. Við erum líka hrifnir af því að borðfæturnir séu undir miðju borðinu því þá er meira pláss fyrir stóla á hliðunum. Þegar þessu er svo blandað saman við fallegan akasíuvið fær hvert húsgagn einstakt útlit sem kemur til með að eldast vel á heimilinu.“

Gæði

Falleg hönnun sem eldist vel

Sterkbyggð, þægileg og falleg eru orð sem hægt er að nota til að lýsa NACKANÄS línunni. Hún er úr akasíu – fallegum við sem er aðallega notaður í útihúsgögn þar sem hann er mjög endingargóður og trefjarnar þéttar, en hér er hann notaður í innihúsgögn. Í stað þess að henda hluta af trjástofninum eins og aðrir blönduðum við dekkri og ljósari hluta trésins saman. Útkoman er glæsileg og einstök húsgögn. Akasían eldist fallega og það er hægt að pússa hana upp eftir þörfum til að fríska upp á húsgagnið og láta það líta út eins og nýtt!


Bæta við vörum

Hugmyndir og innblástur

Aftur efst
+
X