Hentar einnig sem náttborð.
Borðið er hefðbundið og náttúrulegt með endingargóðri viðarplötu sem dregur fram karakter þess.
Fæturnir mjókka örlítið niður og eru sterklegir og traustir á langhliðinni en örlítið mjórri á styttri hliðunum.
Falleg smáatriði eins og skögun borðplötunnar og skilin á milli fóta og borðplötu færa borðinu handgert yfirbragð.
Einföld og stílhrein hönnunin gerir það að verkum að borðið passar auðveldlega með öðrum húsgögnum og stílum.
Passar fullkomlega með EKTORP, SKRUVBY og HAUGA línunum.
Borðplatan rúmar kaffibolla og spjaldtölvur – og í hillunni undir getur þú stillt upp fallegum bókum eða bætt við körfum fyrir lokaðar hirslur.