Vissir þú að
Ekki er hægt að hafa allar hellurnar í einu á háum hita Hellurnar eru paraðar saman í tvo hópa (vinstri og hægri), sem hvor um sig er tengdur við fasa með hámarksstraumi. Ef þú notar fleiri en eina hellu á sama fasa fer orkustjórnunarkerfið í gang til að tryggja að ekki sé farið yfir hámarksstraum. Það þýðir að sú hella sem var kveikt á fyrr missir orku. Ef þú vilt elda á hámarkshita á tveimur hellum í einu þurfa þær að vera hvor í sínum hópnum.
Hvaða hljóð er þetta? Það er fullkomlega eðlilegt að spanhelluborðið þitt gefi frá sér hljóð hvort sem það er lágt suð, flaut eða tikk. Það er hluti af spantækninni og þýðir einfaldlega að það er að vinna vinnuna sína. Þú getur fengið nánari upplýsingar í notkunarleiðbeiningunum um hvernig hljóð þú mátt búast við og hvers vegna þau heyrast.
Sjálfbærni Sparaðu tíma og orku þegar þú eldar! Finnst þér gaman að elda en hefur ekki alltaf tíma til þess? Spanhellur hita potta og pönnur sérlega hratt. Það þýðir að þú ert fljótari að elda og hefur meiri tíma til að sitja og njóta heimagerðra máltíða með fjölskyldu og vinum. Þar sem spanhellur hita einungis eldunarílátin nota þær minna af rafmagni og eru öruggari en aðrar hellur.