10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
PAX er stílhreinn og sígildur og það er auðvelt að gera hann að þínum með því að bæta við kössum, körfum og lýsingu.
Vilt þú hafa allt tilbúið fyrir morgundaginn? Endaeiningin getur hentað fyrir föt sem þú getur notað aftur bráðlega eða til að láta lofta um þau áður en þú setur þau inn í skáp.
Það er auðvelt að aðlaga PAX/KOMPLEMENT samsetninguna að þínum þörfum og smekk.
Lamirnar eru með innbyggðum dempurum sem hægja á hurðinni og loka henni bæði hljóðlega og mjúklega.
Bæði hægt að hengja fötin upp og setja í hillur.
Þú getur auðveldlega fullkomnað samsetninguna þína með lýsingu í PAX teikniforritinu. Þegar þú hefur valið réttu ljósin bætir teikniforritið aukahlutunum sem þú þarft við.
Stillanlegir fætur til að auka stöðugleika, jafnvel á ójöfnu gólfi.
Skoðaðu þessa lausn í PAX teikniforritinu og aðlagaðu hana að þínum þörfum. Önnur skúffa? Færri? Vantar skáp eða öðruvísi hurð? Enginn vandi.
Hér er pláss fyrir flíkur í mismunandi stærðum. Eru allar skyrturnar jafn síðar? Það er auðvelt að bæta við skúffum eða körfum ef þú vilt.
Viltu enn betra skipulag? Skúffurnar eru gagnlegri með KOMPLEMENT kössum. Þeir smellpassa í skúffuna svo þú nærð að nýta rýmið til fulls.