Opnu hillurnar eru fullkomnar fyrir bækur og safngripi eða til að sýna nýjustu listaverkin. Þar sem barnið þitt sér það sem er í þeim fær það frekari hvatningu til að leika.
Með snögum á fataslám eru meiri líkur á að fötin, bakpokarnir og aukahlutir endi í fataskápnum en ekki á gólfinu.
Snjöll hönnun á skúffubrautunum gerir það að verkum að skúffan dregst örlítið til baka þegar henni er sleppt – til að spara pláss.
Öll horn á SMÅSTAD hurðum eru mjúklega rúnnuð þannig að bæði þú og barnið þitt rekist ekki í beitta kanta.
Stendur stöðugur, jafnvel á ójöfnu gólfi, vegna stillanlegra fóta.
Hirslan er grunn og því hentar hún vel þar sem plássið er lítið.
Þú getur skipulagt hirsluna að innan með innvolsi úr HJÄLPA línunni. Þú finnur svo snjallar lausnir í LÄTTHET línunni fyrir hirsluna að utanverðu.
Stillanleg fataslá auðveldar þér að laga plássið að þínum þörfum.
Hirslan er aðlöguð að hæð og hreyfigetu yngri barna svo þau geti náð í og gengið frá fötum, bókum og leikföngum sjálf.