Litrík og skemmtileg vegghilla með hagnýtum eiginleikum sem þú getur notað hvar sem er á heimilinu, einnig á baðherberginu.
Hægt er að hengja hluti eins og heyrnatól og skartgripi á vírlykkjuna undir hillunni.
Falleg hönnun með smáatriðum eins og vírgrind á hliðunum, málmhillum og hálfhringlaga plötum við veggfestingarnar.
Þrjár fastar hillur sem eru staðsettar þannig að þær rúma flestar bækur í hefðbundnum stærðum. Hliðarnar virka eins og innbyggðar bókastoðir.
Bil á milli hillunnar og veggsins auðveldar þér að koma fyrir rafmagnssnúrum, til dæmis ef þú vilt hafa lampa eða hlaða símann þinn á hillunni.