995,-/1.4 m
Afsakið!
Það er ekki nóg til á lager fyrir pöntunina þína.
VIDGA
Við hjá IKEA viljum frumlegar lausnir til að bæta og einfalda hversdagslífið. Skoðum til dæmis gardínubrautir. Í gegnum árin höfum við lært af viðskiptavinum okkar að gardínubrautirnar okkar eru af góðum gæðum, en að setja þær saman getur verið flókið og tekið langan tíma. Við vildum finna betri lausn og bjuggumst aldrei við að vélmenni yrði hluti af henni.
Hönnuður vöruþróunnar, Martin Bo Zhang, hefur unnið með gardínubrautir í meira en áratug. Hann notar mikið af látbrögðum þegar hann talar. Martin lyftir báðum höndum upp yfir höfuð eins og ballerína. Hann er að sýna hversu erfitt það getur verið að halda við gardínubraut á sama tíma og hún er sett saman. „Það eru 30-50 litlar skrúfur,“ segir Martin. Hann setur þumal og vísifingur að hvor öðrum, þangað til örlítið bil á stærð við hrísgrjón er eftir. „Þetta er lítið.“ Hann heldur annarri hendinni upp í loft og teygir sig í átt að gólfinu með hinni. „Ef skrúfa dettur á gólfið, finnur þú hana ekki,“ útskýrir hann, „og gangi þér vel ef þú ert með mottu með háu flosi.“ Hvernig fóru Martin, hönnuðurinn David Wahl ásamt fjölmennt teymi IKEA að því að finna út hvernig mætti bæta gardínubrautirnar? Fyrst könnuðu þau hvað viðskiptavinir og samstarfsfélagar sögðu um brautirnar sem hafði verið skilað. Einnig voru vinnusmiðjur haldnar. Svo skoðuðu þau allt og ekkert sem tengist ekki gardínum.
Sylgjur, belti og íþróttabúnaður - þaðan fengu David og teymið hugmyndir fyrir VIDGA gardínubrautirnar. „Með því að skoða lausnir mismunandi vara, getur þú fengið innblástur að nýjum leiðum til að leysa vandamál,“ útskýrir hann. Þannig kom teymið með hugmyndina um að smella VIDGA saman og nota eins lítið af verkfærum og mögulegt er. Og það eru engar skrúfur í hrísgrjóna-stærð til að týna. „Þú setur þetta saman sjálf/ur,“ segir Martin og lyftir höndunum upp í loft eins og hann sé að halda á gardínubraut upp við vegg. „En þú þarft ekki að eyða einum og hálfum klukkutíma með hendurnar svona.“ Núna veistu hvernig viðskiptavinir og smellur hjálpuðu til við að endurbæta brautirnar. Þá komum við að vélmennunum.
Hvar eru vélmennin nákvæmlega? U.þ.b. klukktíma norður af höfuðstöðvum IKEA, í bænum Åseda, þar búa um 2.500 manns. Þar er birgðasali sem bauð best í framleiðslu VIDGA gardínu-brautanna, hann byggði nýja verksmiðju og réði um 24 nýja starfsmenn. „Að fara úr litlu hlutunum yfir í það að vera í verksmiðjunni og fylgjast með færibandinu fara í kringum vélmennin sem eru stöðugt að vinna, er stórkostleg upplifun,“ segir Martin.
Teyminu var kleift að gera framleiðsluna sjálfvirka með vélmennum af því það hannaði hvern hluta í VIDGA frá grunni. Og vegna þess að það er ekki til neitt eins og VIDGA á markaðinum, erum við að sækja um einkaleyfi á öllu kerfinu - óvenjulegt skref fyrir IKEA. Þarftu að hringja í háþróað vélmenni til að setja VIDGA gardínubrautirnar saman? Nei. Þú þarf einfaldlega sexkant. Stundum hefst betra hversdagslíf með einum smelli.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn
Hægt er að festa brautina á vegg eða í loft með viðeigandi festingum.
Þú getur notað meðfylgjandi festingar til að festa brautina upp í loft eða á veggfestingar, sem og til að festa saman brautir.
Hægt er að stytta gardínubrautirnar niður í æskilega lengd með járnsög.
Þú getur bætt við annarri einfaldri gardínubraut til að hafa lagskiptar gardínur.
Vörunúmer 702.991.53
1 pakkning(ar) alls
Þurrkaðu af með þurrum klút.
Inniheldur: Eina einfalda gardínubraut (lengd, 140 cm), tvö tengistykki og tvær endahlífar.
Það þarf tvær loftfestingar fyrir 140 cm braut. Þegar bætt er við brautina þarf að setja eina á hverja 140 cm svo þær haldist stöðugar. Festingarnar seljast sér.
Skannaðu QR-merkið í samsetningarleiðbeiningunum til að sjá hversu auðvelt það er að setja gardínurnar upp.
| Lengd: | 158 cm |
| Breidd: | 5 cm |
| Hæð: | 3 cm |
| Heildarþyngd: | 0,44 kg |
| Nettóþyngd: | 0,33 kg |
| Rúmmál hvers pakka: | 2,6 l |
Aðeins nýjasta útgáfa skjalanna er í boði fyrir niðurhal. Það þýðir að það gæti verið eitthvað öðruvísi í skjalinu sem þú hleður niður og útgáfunni sem fygldi vörunni.
Vörunúmer 702.991.53
| Vörunúmer | 702.991.53 |
Vörunúmer 702.991.53
| Lengd: | 140 cm |
| Burðarþol: | 5 kg |
| Vörunúmer: | 702.991.53 |
| Pakkningar: | 1 |
| Lengd: | 158 cm |
| Breidd: | 5 cm |
| Hæð: | 3 cm |
| Heildarþyngd: | 0,44 kg |
| Nettóþyngd: | 0,33 kg |
| Rúmmál hvers pakka: | 2,6 l |
Finndu vöruna í versluninni
1 pakkning(ar) alls