Saga
DYTÅG gardínur úr hör sinna nokkrum mikilvægum verkefnum. Þær dempa dagsbirtuna, hindra að fólk sjái inn og gera herbergið notalegt. Til þess að láta hörefnið líta svona vel út notum við ... loft.
Hör hefur verið notaður í þúsundir ára og er enn jafnvinsælt efni. Alexander van der Spree, vöruhönnuður hjá okkur, er mikill aðdáandi. „Ég elska hör. Efnið er einfalt í umhirðu, endingargott og verður fallegra og mýkra með hverjum þvotti.“
Heitt loft í stað vatns
Þegar hörefnið er nýtt getur það verið ögn stíft og mýkist svo með nokkrum þvottum, sem þarf til þess að gardínurnar hangi fallega. „Vörur úr hör eru oft þvegnar í framleiðsluferlinu svo þær verði mýkri. Við fundum aðferð sem kemur í stað þess að þvo þær með vatni – við sprautum heitu lofti á gardínuna til þess að mýkja hana,“ segir Alexander. Þetta þýðir að þegar þú kaupir gardínurnar eru þær nú þegar mjúkar og hanga fallega, og við notum minna af vatni og eiturefnum. Svo þegar þú þværð gardínurnar næs verða þær bara enn fallegri. Ef þú vilt afslappað útlit getur þú hengt þær strax upp eftir þvott án þess að strauja náttúrulegu krumpurnar.
Þægileg birta og notalegt andrúmsloft
DYTÅG gardínurnar fást í nokkrum litum og passa inn í flest rými. Alexander útskýrir hvernig gardínurnar gera birtuna mismunandi eftir lit. „Þræðirnir í efninu eru óreglulegir og hleypa því birtunni skemmtilega í gegn. Birtan verður þægileg og hlýleg. Gardínurnar gefa rýminu náttúrulegt og notalegt yfirbragð.“