IKEA vinnur með félagslegum fyrirtækjum víðs vegar um heim til þess að hanna einstakar vörur og skapa störf fyrir fólk sem þarf mest á því að halda.
Þessi vara er framleidd af Doi Tung, félagslegu fyrirtæki sem með framleiðslu sinni skapar störf og stöðugar tekjur fyrir fólk úr ættbálkum sem búa í fjallahéruðum í norðurhluta Taílands.
Skreyttu heimilið með plöntum og blómapottum sem falla vel að þínum stíl.
Blómapottarnir eru einstakir þar sem þeir eru handgerðir af færu handverksfólki.
Fallegt upphleypt mynstrið eykur náttúrulega fegurð plöntunnar.