Sjálfbærari lífstíll getur falið í sér að draga úr úrgangi, spara orku og vatn og fara vel með hlutina sem þú átt nú þegar - þannig tekur þú þátt í að vernda umhverfið og jafnvel spara peninga um leið. Hvert skref sem þú tekur í átt að sjálfbærni er skref í rétta átt. Hér eru nokkrar hugmyndir til að koma þér af stað:

Orkusparnaður

Rafmagn er einn af kostnaðarliðum heimilisins en það eru ýmsar leiðir til að draga úr rafmagnsnotkun - og jafnvel lækka rafmagnsreikninginn.

Skoðaðu orkusparnað

Minni sóun

Sóun er óhjákvæmileg að einhverju leyti en þó er hægt að finna leiðir til að draga úr heimilisúrgangi og eignast snyrtilegra heimili um leið.

Svona dregur þú úr úrgangi

Vatnssparnaður

Ferskvatn er af skornum skammti en með nokkrum einföldum venjum og heimilisvörum getur þú dregið úr vatnsnotkun svo um munar.

Skoðaðu vatnssparnað

Lengdu endingartíma húsgagnanna

Ertu viss um að húsgagnið hafi þjónað tilgangi sínum? Hér getur þú séð hvernig hægt er að gefa húsgagni framhaldslíf og fá meira úr því sem þú átt nú þegar.

Svona lengir þú endingartíma húsgagna

Minni notkun og meiri endurnýting

Margar einnota vörur eiga sér margnota staðgengil sem er mun hagnýtari og umhverfisvænni.

Svona nýtir þú betur

Sjálfbærara mataræði

Það sem þú lætur inn fyrir þínar varir getur haft mikil áhrif. Sem betur fer er sjálfbærari matur einnig einstaklega gómsætur.

Skoðaðu sjálfbærari mataræði

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X