Við notum vafrakökur á vefsíðunni til þess að bæta þjónustu til viðskiptavina okkar. Ef þú heldur áfram án þess að breyta stillingum samþykkir þú notkun þeirra. Sjá nánari upplýsingar

Við aðstoðum þig / We can help!

Við viljum gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta og bjóðum því upp á fjölbreytta þjónustu sem þú getur valið úr.

 

 

Vefverslun

Ef þú kemst ekki til okkar er vefverslunin opin allan sólarhringinn. Til þess að geta verslað á netinu þarf að byrja á því að stofna aðgang (efst í hægra horninu). Þú verslar svo í rólegheitum heiman frá þér og við sendum þér vörurnar.


 

Smelltu og sæktu!

Nú geta viðskiptavinir verslað á vefnum og sótt vörurnar til okkar.

Nánari upplýsingar um Smelltu og sæktu þjónustuna


 

Sendingarþjónusta

Komast vörurnar ekki í bílinn? Við getum sent þér þær heim eða á skrifstofuna.

Nánari upplýsingar um sendingarþjónustu


 

Teikniþjónusta

Við höfum mikla reynslu og aðstoðum þig við að teikna draumaeldhúsið, þvottahúsið og fleiri rými. Þjónustan er ókeypis. Fylltu út hönnunarbeiðni hér.


 

Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtækjaþjónustan býður þér ókeypis ráðgjöf við val á húsbúnaði og öðrum lausnum sem henta þínu fyrirtæki. Þar er haldið utan um öll samskipti þín við IKEA og séð til þess að allt gangi vel fyrir sig frá því að þú hefur fyrst samband við okkur þar til þú færð vöruna í hendur. Komdu við í versluninni eða hafðu samband við Fyrirtækjaþjónustuna með því að senda póst á sala@IKEA.is eða hringja í síma 520 2500.

Nánari upplýsingar um fyrirtækjaþjónustu

 


 

Teikniforrit

Með teikniforritunum okkar getur þú séð um hönnunina. Hannaðu eldhúsið, skrifstofuna, baðherbergið, fataskápana, nýja sófann og fleira á einfaldan hátt. Þú finnur teikniforritin hér.


 

Rúllaðu á rafmagni!

IKEA býður nú nýja og einfalda leið til að koma vörunum heim. Ef bíllinn rúmar ekki innkaupin eða þú átt ekki bíl þá getur þú fengið rafsendibíl hjá okkur í tvo tíma fyrir aðeins 1.000 krónur og komið þannig vörunum heim á vistvænan hátt.

Nánari upplýsingar um rafsendibíla

Kynntu þér leigusamninginn hér.


 

Kræktu þér í kerru

IKEA lánar lokaðar kerrur sem rúma flest það sem ekki kemst í farangursgeymsluna. Þú færð kerruna lánaða ókeypis í tvær klukkustundir, kemur nýju vörunum heim og skilar henni síðan aftur.

Kerran er lánuð í tvær klukkustundir án endurgjalds. Hver aukaklukkustund kostar 2000 krónur.

Ætlast er til þess að kerran sé einungis nýtt til flutninga á suðvesturhorni landsins á svæði sem afmarkast af Akranesi í norðri og Selfossi í austri. Ekki er leyfilegt að aka bifreiðinni utan bundins slitlags.

Kerrur eru leigðar út frá vöruhúsi IKEA í Kauptúni 3 við hliðina á Bónus og í Suðurhrauni 10.

Stór kerra

Lengd 2,62 m (innanmál 2,58 m)

Breidd 1,54 m

Hæð 1,55 m

Lítil kerra

Lengd 2,58 m

Breidd 1,27 m

Til eru tvær gerðir af lokum. Hæð 100 cm og 130 cm.

Kynntu þér leigusamninginn hér.


 

Þjónusta fyrir börnin

Börn eru velkomin í IKEA. Við bjóðum upp á sérmerkt fjölskyldubílastæði nálægt versluninni, ókeypis barnagæslu, leiksvæði um alla verslunina, barnamatseðil, barnamat, smekki, barnastóla og pelahitun á veitingastaðnum og ungbarnaaðstöðu á báðum hæðum. Verið velkomin!

Nánari upplýsingar um Småland

 


 

Greiðslumáti

Þú getur greitt með þeim hætti sem hentar þér best. Við tökum við reiðufé, debetkortum og VISA og MASTERCARD kreditkortum. Þar að auki standa kreditkorthöfum til boða raðgreiðslulán og vaxtalaus lán. Þannig getur þú dreift stærri upphæðum og greitt ákveðna upphæð mánaðarlega.


 

Skilaréttur

Til að fá fullt andvirði vöru endurgreitt í formi inneignarnótu þarf hún að vera ónotuð og í heilum umbúðum. Einnig þarf að sýna kassakvittun eða gjafamiða, sem hægt er að fá við afgreiðslukassann við kaup.

Nánari upplýsingar um skilarétt


 

Rafhleðslustæði IKEA

Þú hleður rafbílinn frítt á meðan þú verslar. Nú eru 60 hleðslustæði við IKEA. Við segjum að rafbílar séu fyrir alla rétt eins og IKEA er fyrir alla.

Nánari upplýsingar um rafhleðslustæði IKEA


 

Hjólastólar

Í anddyri verslunarinnar er hægt að fá lánaðan hjólastól og innkaupakerru á hjólastól.


 

Viltu losna við vörubrettið?

Nú þarftu ekki að hafa fyrir því að koma vörubrettinu í endurvinnslu. Með samvinnu getum við komið því aftur í notkun og minnkað sóun. Við sækjum IKEA vörubretti á höfuðborgarsvæðinu og í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni þér að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar um vörubrettaþjónustu


 

SMS

Ef vara er uppseld, en von á henni aftur, getur þú fengið SMS skilaboð þegar hún kemur aftur. Hægt er að skrá sig á SMS lista í tölvunni sem stendur fyrir framan þjónustuborðið (við útgang verslunarinnar). Einnig er hægt að senda tölvupóst með vörunúmeri og símanúmeri á IKEA@IKEA.is, merkt SMS í efni (subject). Athugið að vara er ekki frátekin þótt sent sé út SMS.


 

Innpökkunarborð

Þér er velkomið að pakka inn gjafavörum á innpökkunarborðinu við útganginn.


 

Þjónustufulltrúar

Hafðu endilega samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Þjónustufulltrúar okkar svara spurningum á vefspjallinu alla daga vikunnar frá 11-17 og í síma 520 2500 frá 11-18:00 alla daga.


 

Samsetningarþjónusta

Stundum er vel þegið að aðrir sjái um að setja húsgögnin saman. Við getum aðstoðað þig með flestar vörur.

Nánari upplýsingar um samsetningarþjónustu

 


 

Mælingar

Smáatriðin skipta máli. Við getum mælt með aðila til að koma heim eða á skrifstofuna og mæla rýmið svo uppsetningin gangi fljótt og örugglega. Sendu okkur línu á IKEA@IKEA.is ef þú vilt nánari upplýsingar.


 

Uppsetning

Þú getur sparað dýrmætan tíma með því að fá fagfólk til að sjá um uppsetninguna. Við getum mælt með traustum aðila. Sendu okkur línu á IKEA@IKEA.is ef þú vilt nánari upplýsingar.