Close

Þjónusta

 

Þjónusta

 

Heimsendingarþjónusta

Ef þig vantar aðstoð við að koma vörunum heim getum við útvegað heimsendingarþjónustu á sanngjörnu verði. Heimsendingarþjónusta er aldrei innifalin í verðinu hjá IKEA en hún er í boði ef þú vilt. Meira um heimsendingarþjónustu

 

Kræktu þér í kerru

Nú getur þú líka séð um að koma stóru flötu pökkunum heim - þér að kostnaðarlausu. IKEA býður til leigu lokaðar kerrur sem rúma flest það sem ekki kemst í farangursgeymsluna. Þú færð kerruna leigða í tvær klukkustundir, kemur nýju vörunum heim og skilar henni síðan aftur. Gæti ekki verið einfaldara! Lestu meira

 

Samsetningarþjónusta

Flestar IKEA vörurnar eru í flötum pakkningum með einföldum leiðbeiningum svo að þú getir sett þær saman sjálf/ur. Við getum mælt með samsetningarþjónustu á sanngjörnu verði ef það hentar þér betur. Þú færð allar nánari upplýsingar í versluninni.

 

Teikniforrit og teikniþjónusta

Það gæti ekki verið einfaldara að skipuleggja og hanna fataskápa og innréttingar fyrir heimilið eða skrifstofuna. Þú getur notað þrívíddarteikniforritið IKEA Home planner eða nýtt þér teikniþjónustuna okkar þér að kostnaðarlausu en sú þjónusta er án endurgjalds og það getur tekið um 13 virka daga að fá teikningu. Fylltu út hönnunarbeiðni hér

 

Greiðslumáti

Í IKEA getur þú greitt með þeim hætti sem þér hentar best. Við tökum við reiðufé, debetkortum og kreditkortum. Að auki bjóðum við upp á VISA lán og Mastercard staðgreiðslulán þannig að þú getir dreift stærri upphæðum og greitt viðráðanlega upphæð á mánuði.

 

Umhverfisstefna

Við hjá IKEA kappkostum ávallt að lágmarka öll möguleg skaðleg áhrif á umhverfið sem hlotist geta af starfsemi okkar. Við í IKEA höfum alltaf þessa afstöðu í huga við öll okkar daglegu störf

 

Ókeypis bílastæði

Það eru alltaf ókeypis bílastæði við IKEA þar sem við erum viss um að þig langi frekar til að eyða peningunum þínum í eitthvað spennandi í versluninni en bílastæði. Svo lánum við líka hjólastóla og innkaupakerrur fyrir hjólastóla.

 

Skipulagið í eldhúsið og borðstofuna

Það gæti ekki verið einfaldara að skipuleggja og hanna eldhúsið og borðstofuna með IKEA Home Planner

 

Þjónusta fyrir börnin

Það er ekkert mál að taka börnin með því við erum með:

  • - Sérmerkt fjölskyldubílastæði nálægt versluninni
  • - Ókeypis barnagæslu
  • - Leiksvæði um alla verslunina
  • - Barnamatseðil, barnamat, smekki, barnastóla og pelahitun á veitingastaðnum og ungbarnaaðstöðu á báðum hæðum.

 

Þjónustufulltrúar

Ef þú hefur einhverjar spurningar, hikaðu þá ekki við að hringja í okkur: 520 2500

 

SMS

Ef vara er uppseld, en von á henni aftur, getur þú fengið SMS skilaboð þegar hún kemur aftur. Hægt er að skrá sig á SMS lista í tölvunni sem stendur fyrir framan þjónustuborðið (við útgang verslunarinnar). Einnig er hægt að senda tölvupóst með vörunúmeri og símanúmeri á IKEA@IKEA.is, merkt SMS í efni (subject). Athugið að vara er ekki frátekin þótt sent sé út SMS.